Notkunarleiðbeiningar fyrir risamálheildina

(verk í vinnslu)

Val á undirmálheildum

Undirmálheildavalmynd

Ef smellt er á slána efst á síðunni birtist fellivalmynd. Í þeirri valmynd er hægt að velja í hvaða textasöfnum á að leita.

Textasöfnunum er raðað í flokka og hægt er að velja bæði heila flokka og stök textasöfn.

Tímalínan sem sjá má hér til hægri lýsir tímadreifingu textans. Í dæminu sem er tekið eru aðeins Alþingisræður valdar svo gögnin eru nokkuð jafndreifð. Gráu stöplarnir sýna svo dreifingu þeirra textasafna sem ekki eru valin en eru þó í málheildinni. Þar sést greinilega að stærstur hluti gagnanna er frá því eftir aldamót.

Ef músarbendlinum er haldið yfir nafni textasafns birtast nánari upplýsingar um það.

Einföld leit

Leitarvalmynd

Einfaldasta leiðin til að nota Risamálheildina er að skrifa einfaldlega leitarorðið og smella á "Leita"

Sjálfkrafa er hakað við "óháð há- og lágstöfum". Þetta er gert til að yfirsjást ekki orð sem koma fyrir í upphafi setninga.Einnig má haka við "upphaf" eða "endir" en þá fást orð sem annaðhvort byrja eða enda á textastrengnum sem leitað var eftir.

Þar fyrir utan má velja hvort maður leitar eftir orðmynd eða uppflettimynd:

Upphaf eða endir

Ef hakað er við upphaf eða endir fást niðurstöður sem annað hvort byrja eða enda á leitarstrengnum, en gætu innihaldið fleiri stafi.

Óháð há- og lágstöfum

Valmöguleikinn óháð há- og lágstöfum stýrir því hvort tekið er tillit til hvort fyrsti stafur í leitarstreng sé há- eða lágstafur.

Leita eftir orðmynd eða uppflettimynd

Ef merkt er við orðmynd í leitarvalmyndinni fást öll tilfelli af nákvæmlega þeirri orðmynd í völdum textasöfnum. Þetta skilar þó ekki öllum tilfellum af orðinu sjálfu, þar sem mögulegt er að sama orð komi fyrir í annari mynd.

Til þess að fá allar orðmyndir skal merkja við uppflettimynd:

Ef það er gert fást öll tilfelli af því orði sem leitað er eftir í textanum, óháð því hvaða birtingarmynd þau hafa.

Leitað eftir orði
Leitað eftir uppflettimynd

Hafa ber þó í huga að ekki dugar að leita eftir hvaða orðmynd sem er ef seinni valkosturinn er valinn, því aðeins virkar að leita eftir uppflettimyndinni, líkt og ef flett væri upp í orðabók.

Fyrir flóknari fyrirspurnir verður að grípa til útvíkkaðrar leitar.

Útvíkkuð leit

Útvíkkuð leit
Útkoma útvíkkaðrar leitar

Til að skýra útvíkkaða leit er best að taka dæmi. Fyrirspurnin að ofan leitar að þriggja orða runu. Fyrst kemur "í", svo nafnorð í þolfalli eða þágufalli og loks persónufornafn í þágufalli.

Orðið "því" er útilokað úr leitinni því það er talsvert um að persónufornafni sé ruglað við samtengingu í gögnunum.

Hluta af niðurstöðum leitarinnar má svo sjá hér til hægri.

Þar sem um þriggja orða runu er að ræða eru "spjöldin" sem byggja upp fyrirspurnina þrjú talsins.

Spjaldið vinstra megin segir einfaldlega að orðið(orðmyndin sjálf) sem svarar til þess verði að vera "í"

Spjaldið í miðjunni segir að orðið sem svarar til þess verði að vera nafnorð OG það verði að vera í þolfalli eða þágufalli.

Spjaldið hægra megin segir að orðið sem svarar til þess megi ekki vera "því", verði að vera í þágufalli og verði að vera persónufornafn.

Útvíkkuð leit byggð upp

Uppafsstillt leitarspjald

Þegar útvíkkuð leit er valin mætir manni stakt spjald (sjá til hægri). Það spjald svarar til eins leitarorðs. Ef smellt er á "orðmynd" birtist fellivalmynd sem sýnir þá þætti sem hægt er að leita eftir. Meðal þeirra er t.d. "Lemma", sem er oft kallað uppflettimynd, og beygingarþættir svo sem kyn, tala, fall, háttur o.s.frv.

Meira á leiðinni...